Römpum upp Skálatún

13. nóvember 2023

Í nóvember 2023 barst Skálatúni liðsauki í formi verkefnisins „Römpum upp Ísland“ og komið var fyrir römpum þar sem þurfti á svæðinu, ásamt fleiri stöðum í Mosfellsbæ. Hluti íbúa svæðisins er hreyfihamlaður og eru því ramparnir kærkomin viðbót og mikilvægir fyrir aðgengi á svæðinu.

Nú er auðveldara en áður fyrir íbúa, og gesti á svæðinu, að komast leiðar sinnar og þökkum við verkefninu Römpum upp Ísland fyrir ómetanlega aðstoð við að tryggja aðgengismál á svæðinu.

Mynd birtist fyrst á heimasíðu Mosfellsbæjar, 86 ramp­ar í Mos­fells­bæ – Mosfellsbær, og á myndinni eru: Í fremri röð frá vinstri, Sigrún Jónsdóttir, Stefán Sigurðsson, Ólafur Ólafsson og Guðlaug Helga Jóhannesdóttir. Í aftari röð frá vinstri, Jónína Guðný Árnadóttir, Sóley Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Skálatúns, Sigurbjörg Fjölnisdóttir, Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar og stjórnarmaður í Skálatúni, Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Þorleifur Gunnlaugsson, Volodymyr Grytsenko, Oleksandr Sirenko og Olexander Senchurov, fjórir síðastnefndu fulltrúar verkefnisins Römpum upp Ísland.

Fræðast má um verkefnið „Römpum upp Ísland“ á heimasíðunni www.rampur.is

Previous
Previous

Skálatún gerir samning um eignaumsjón við Karla í skúrum, Mosfellsbæ

Next
Next

Sjálfseignarstofnun um fasteignir Skálatúns