Sjálfseignarstofnun um fasteignir Skálatúns

28. september 2023

Mynd tekin við undirritun samninga 25. maí 2023.

Skála­tún var rek­ið af IOGT á Ís­landi sem hefur hætt þeim rekstri og ánafnað fast­eign­ir og lóð Skála­túns til nýt­ing­ar í mál­efn­um barna og fjöl­skyldna.

Stofn­uð verð­ur sjálf­seign­ar­stofn­un um fast­eign­ir Skála­túns og verð­ur framsal lóðarétt­inda til sjálf­seign­ar­stofn­un­ar­inn­ar bund­ið þeirri kvöð að fram­tíð­ar­upp­bygging á svæð­inu verði ein­ung­is í þágu hags­muna barna og fjöl­skyldna.

Hinn 25. maí 2023 var skrifað und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu milli mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­is og Mos­fells­bæj­ar sem lýt­ur að því að stofn­an­ir rík­is­ins sem sinna mál­efn­um barna, sam­tök sem vinna í þágu barna og aðrir þjón­ustu­að­il­ar barna, verði stað­sett að Skála­túni í nokk­urs kon­ar mið­stöð barna.

Sú upp­bygg­ing sem stefnt er að fel­ur í sér að að­il­ar sem veita börn­um og fjöl­skyld­um þjón­ustu, stofn­an­ir rík­is­ins, fé­laga­sam­tök og að­r­ir að­il­ar verði stað­sett­ir á sama svæð­inu. Mark­mið­ið með því er að auka sam­st­arf og sam­tal milli að­ila, sam­nýta yf­ir­bygg­ingu, lækka rekstr­ar­kostn­að og bæta að­gengi fyr­ir börn og fjöl­skyld­ur að þjón­ustu mis­mun­andi að­ila á sama stað. Þá stend­ur einn­ig til að leita leiða til þess að veita aukna og sam­þætta þjón­ustu til þeirra barna sem glíma við fjöl­þætt­an vanda og þurfa á mikl­um stuðn­ingi að halda.

Harladur Líndal Haraldsson, formaður stjórnar, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, meðstjórnandi og Regína Ásvaldsdóttir, meðstjórnandi.

Previous
Previous

Römpum upp Skálatún