Skálatún gerir samning um eignaumsjón við Karla í skúrum, Mosfellsbæ
9. mars 2024
Hinn 1. mars 2023 samþykkti stjórn Skálatúns, sjálfseignarstofnunar í þágu barna, ungmenna og fjölskyldna, að gera samning við Karla í skúrum, Mosfellsbæ, um eftirlit með þeim húseignum á svæðinu sem ekki eru í notkun.
Á myndinni má sjá Sóleyju Ragnarsdóttur framkvæmdastjóra sjálfseignarstofnunarinnar og Jón B. Guðmundsson fyrir hönd Karla í skúrum, Mosfellsbæ, skrifa undir samning þess efnis.