Vinnu við deiliskipulag vindur vel fram

9. september 2024

Fundur Farsældartúns, hönnunarteymis EFLU og Stiku og Barna- og fjölskyldustofu í september 2024

Farsældartún og hönnunarteymið frá EFLU og Stiku hafa farið á fullt með deiliskipulagsvinnu eftir sumarleyfi og hófu haustið með góðum fundi með Barna- og fjölskyldustofu í upphafi september.

Deiliskipulagsvinna gengur vel og enn er stefnt að því að deiliskipulag liggi fyrir næsta vor.

Farsældartún verður skipulagt með þarfir þeirra sem munu starfa og nýta sér þjónustu á svæðinu í huga og er samstarf með öllum þeim aðilum sem að málinu geta komið mikilvægt. Vinna við deiliskipulag er í samstarfi við mennta- og barnamálaráðuneytið.


Previous
Previous

Blönduhlíð formlega opnuð á Farsældartúni

Next
Next

Farsældartún gerir samning um deiliskipulag