Farsældartún gerir samning um deiliskipulag

8. ágúst 2024

Síðastliðið vor var Farsældartún í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs um val á teymi til að standa að deiliskipulagi svæðisins að Farsældartúni til framtíðar litið. Gera þarf ráð fyrir því að sú starfsemi sem verður á staðnum sé staðsett með þeim hætti sem best hentar auk þess að m.a. samgöngur innan svæðisins, efnisval og útlit eru atriði sem skipta auðsjáanlega miklu máli fyrir heildarútlit og notagildi svæðisins fyrir alla þá aðila sem munu starfa þar sem og sækja þar þjónustu.

Til þess að finna réttu samstarfsaðilana til verksins hóf Farsældartún, í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, valferli þar sem fjöldi frambærilegra umsækjenda kynntu sig og sína starfsemi, auk sinna grunnhugmynda um deiliskipulag svæðisins. Haldin voru viðtöl við þá umsækjendur sem komu best út á grundvelli atriða sem valið var eftir og nýverið var gengið til samninga við sameinað teymi Eflu þekkingarfyrirtækis og teiknistofunnar Stiku.

Samstarf Farsældartúns og teymisins er þegar hafið og mikilvægt er að helstu aðilar sem hyggjast hafa starfsemi sína á svæðinu fái tækifæri til þess að taka þátt í ferlinu, sem og að þeim sem áhuga hafa er velkomið að hafa samband og koma sínum hugmyndum á framfæri.

Reiknað er með því að deiliskipulag liggi fyrir vorið 2025 og í kjölfar þess verður hafist handa við framkvæmdir á Farsældartúni. Vinna við deiliskipulag er í samstarfi við mennta- og barnamálaráðuneytið.

Hlekkir á heimasíður teymisins:

teiknistofan STIKA (tstika.is)

EFLA - þekkingarfyrirtæki

Previous
Previous

Vinnu við deiliskipulag vindur vel fram

Next
Next

Farsældartún auglýsir eftir hönnunarteymi til að vinna deiliskipulag